Grunnskóli Hellu í 8. sæti

Grunnskóli Hellu varð í 8. sæti í úrslitum Skólahreysti en tólf skólar öttu kappi í Laugardalshöllinni í gærkvöldi.

Keppni var hörð og æsispennandi en að lokum fór það svo að Lindaskóli úr Kópavogi varð hlutaskarpastur. Heiðarskóli hafnaði í öðru sæti og Lágafellsskóli í því þriðja.

Lið Grunnskóla Hellu skipuðu Reynir Óskarsson, Baldvin Páll Tómasson, Silja Hjaltadóttir og Karítas Tómasdóttir.

Fyrri greinÖskufallsspá fyrir helgina
Næsta greinÁ gjörgæslu eftir gaseitrun