Grunnskólinn á Hellu og Flóaskóli tryggðu sér í gær sæti í úrslitum Skólahreysti sem fram fara í kvöld.
Undankeppni Skólahreysti var nýhafin í vetur þegar hún stöðvaðist vegna COVID-19. Hún hófst hins vegar aftur í þessari viku þar sem 40 skólar kepptu í fjórum riðlum. Grunnskólinn á Hellu sigraði í sínum riðli og Flóaskóli varð í 2. sæti og kemst áfram sem annar af stigahæstu skólunum í 2. sæti.
Úrslitakeppnin fer fram í kvöld og verður í beinni útsendingu á RÚV kl. 19:40.
Lið Grunnskólans á Hellu skipa þau Goði Gnýr Guðjónsson, Anna Lísa Þórhallsdóttir, Jóna Kristín Þórhallsdóttir og Helgi Srichakham Haraldsson.
Í liði Flóaskóla eru þau Sigurjón Reynisson, Erlin Katla Hansdóttir, Hanna Dóra Höskuldsdóttir og Viðar Hrafn Viktorsson.