Grýlupottahlaupið hefst á laugardag

Elmar Andri Bragason og Elimar Leví Árnason koma í mark í Grýlupottahlaupinu á síðasta ári. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fyrsta Grýlupottahlaupið á Selfossi þetta vorið verður haldið laugardaginn 15. apríl. Þetta er í 53. skipti sem hlaupið er haldið en fyrsta Grýlupottahlaupið var haldið á Selfossi árið 1968.

Árið 2022 var ný leið búin til sem er samtals 880 metra löng og er öll á göngustígum, nema endaspretturinn er á tartani á frjálsíþróttavellinum.

Skráning fyrir hvert hlaup er kl. 10:00 í frjálsíþróttahluta Lindexhallarinnar, suðurenda, sama dag. Hlaupið er ræst af stað kl 11:00, þar sem sex hlauparar eru ræstir í einu með 30 sekúndna millibili.

Verðlaunaafhending verður fimmtudaginn 25. maí í Lindexhöllinni. Allir þeir sem ná fjórum hlaupum fá verðlaun. Veittur er bikar í karla- og kvennaflokki þeim hlaupurum sem bestum heildartímum ná í fjórum hlaupum.

Grýlupottahlaupin 2023 verða haldin eftirtalda laugardaga:
Hlaup 1 | 15. apríl
Hlaup 2 | 22. apríl
Hlaup 3 | 29. apríl
Hlaup 4 | 06. maí
Hlaup 5 | 13. maí
Hlaup 6 | 20. maí

Fyrri greinÞórsarar í þrengingum
Næsta greinSextán stiga sveifla í síðasta fjórðungnum