RÚV fékk hóp álitsgjafa til að skera úr um það hvert væri flottasta vallarstæði landsins í íslenskri knattspyrnu. Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum var efstur á blaði en skammt þar á eftir kemur Grýluvöllur í Hveragerði.
„Grýluvöllur í Hveragerði er völlur sem enginn gleymir. Lið Hamars er í fjórðu deild karla en völlurinn er í efstu deild, ef svo má að orði komast. Hverir, grasbrekka og alvöru neðri deildar fótbolti er uppskrift að frábærum leikdegi,“ segir í umfjöllun RÚV.
Gunnar á Völlum er einn álitsgjafa RÚV og hann segir það stórbrotið að vera á Grýluvellinum. „Það er ekki bara einstök náttúra sem heillar heldur leitar hugur í að bæjaryfirvöld girði sig í brók og fullkomni völlinn,“ segir Gunnar.
Fleiri sunnlenskir vellir komast á blað. Landsliðskonan Arna Sif Ásgrímsdóttir nefnir Selfossvöll, Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar er hrifinn af Flúðavelli og Páll Kristjánsson, formaður KR, telur Þorlákshafnarvöll einstakan á sinn hátt. Þá er Terje Mollestad, vallarsérfræðingur hjá Nordic Stadiums, ánægður með Stokkseyrarvöllur, sem verður að teljast gæðastimpill.
Hægt er að lesa skemmtilega umfjöllun RÚV um íslenska knattspyrnuvelli hér.