Selfyssingurinn Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði þrjú mörk þegar Ísland lagði Litháen 14-0 í dag í undankeppni Evrópumóts U17 ára landsliða í knattspyrnu.
Guðmunda kom Íslandi í 2-0 á 15. mínútu og bætti svo við tveimur mörkum á næstu fjórum mínútum. Staðan var 7-0 í hálfleik en Guðmundu var skipt af velli á 51. mínútu.
Undanriðill Íslands er leikinn í Búlgaríu og leikur Ísland gegn Litháum, Búlgörum og Ítölum. Næsti leikur er gegn Búlgaríu á miðvikudag.