Guðmunda og Guðrún fara til Póllands

Selfyssingarnir Guðmunda Brynja Óladóttir og Guðrún Arnardóttir eru í U17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem keppir í milliriðli EM í Póllandi í apríl.

Ísland er í riðli með Englandi, Svíþjóð og heimamönnum í Póllandi. Leikmenn í U17 landsliðinu eru fæddir 1994 og síðar og athygli vekur að í hópi Þorláks eru átta leikmenn fæddir 1995 og er Guðrún einn þeirra.

Brottför til Póllands er fimmtudaginn 7. apríl en leikirnir fara fram 9., 11. og 14. apríl.

Fyrri greinMargrét og Nína í landsliðið
Næsta greinHamar úr leik