Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu, og stuðningsmenn kvennaliðs Selfoss í Pepsi-deildinni fengu verðlaun á lokahófi KSÍ sem fram fór í höfuðstöðvum sambandsins í kvöld.
Guðmunda hlaut viðurkenningu Borgunar og KSÍ fyrir heiðarlega framkomu í Pepsi-deild kvenna, en leikmaðurinn er valinn af háttvísinefnd KSÍ.
Þá voru Selfyssingar öflugastir í stúkunni á kvennaleikjum í sumar, og til fyrirmyndar í stuðningi sínum, og voru því valdir stuðningsmenn ársins í Pepsi-deild kvenna en valnefnd á vegum Ölgerðarinnar og KSÍ sá um valið.