Guðmunda skoraði eftir 23 sekúndur

Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði fyrsta mark U19 ára liðs Íslands í knattspyrnu sem sigraði Kazakstan 3-0 í undankeppni EM á Selfossvelli í dag.

Guðmunda kom Íslandi yfir eftir aðeins 23 sekúndur eftir snarpa sókn og á eftir fylgdu mörk frá Hildi Antonsdóttur og Fjollu Shala. Staðan var 3-0 í hálfleik.

Eins og í fyrri hálfleik var íslenska liðið með boltann nær allan tímann í seinni hálfleik en Kazakstanarnir vörðust vel og Íslendingum gekk illa að opna vörn þeirra upp á gátt þó að Ísland hafi fengið mýmörg hálffæri.

Síðasti leikur Íslands í riðlinum er gegn Wales á fimmtudaginn kl. 16 á Fylkisvelli.

Fyrri greinKatla fyrsti jarðvangurinn á Íslandi
Næsta greinSelfyssingar semja við Norðmennina