Guðmunda skoraði gegn Englandi

Selfyssingurinn Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði fyrra mark U17 ára liðs Íslands í knattspyrnu sem lagði Englendinga í milliriðli EM í Póllandi í dag.

Fyrri hálfleikur var markalaus en Guðmunda kom inná af varamannabekknum í hálfleik og kom Íslandi yfir fimm mínútum síðar. Elín Metta Ólafsdóttir kom svo Íslandi í 2-0 í uppbótartíma.

Hinn Selfyssingurinn í landsliðshópnum, Guðrún Arnardóttir, sat á varamannabekknum allan leikinn.

Þetta var fyrsti leikur Íslands í riðlinum en auk Englendinga mætir Ísland Svíþjóð og Póllandi. Eitt lið fer upp úr riðlinum í úrslitakeppni EM.

Fyrri greinKjörsókn svipuð og í þingkosningum
Næsta greinHamar og KFR töpuðu