Guðmunda valin í landsliðhópinn

Guðmunda Brynja Óladóttir, leikmaður Selfoss, hefur verið valin í tuttugu manna landsliðshóp A kvenna í knattspyrnu sem mætir Dönum í vináttuleik ytra í næstu viku.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti hópinn nú í hádeginu en þetta er síðasti leikur Íslands áður en úrslitakeppni EM hefst í Svíþjóð þann 10. júlí næstkomandi.

Guðmunda hefur tvisvar áður verið valin í 22 manna leikmannahóp liðsins, síðast í september síðastliðnum en var í hvorugt skiptið í endanlegum leikmannahópi liðsins.

Rangæingarnir Dagný Brynjarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir eru á sínum stað í hópnum sem mætir Danmörku í næstu viku. Hólmfríður hefur leikið 81 landsleik en Dagný 29.

Fyrri greinDádýrshaus stolið í annað sinn
Næsta greinStyrktarganga á Ingólfsfjall 15. júní