HSK mótið í tvímenningi í bridds var haldið í Selinu á Selfossi fyrir skömmu. Alls tóku átján pör þátt í HSK mótinu en eftir 40 spil urðu þeir Guðmundur Þór Gunnarsson og Björn Snorrason hlutskarpastir.
Gunnlaugur Karlsson og Ísak Örn Sigurðsson urðu í öðru sæti og Gunnlaugur Sævarsson og Kristján Már Gunnarsson tóku svo bronsið.
Myndir frá mótinu má sjá á www.hsk.is og heildarúrslit eru á vef Bridgesambandsins.