Guðmundur Axel skoraði fyrir Ísland

Selfyssingurinn Guðmundur Axel Hilmarsson skoraði mark U17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu í leik gegn Noregi í gær á Norðurlandamótinu sem nú stendur yfir hér á landi.

Leikurinn fór fram á Vogabæjarvelli í Vogum og þar var fyrri hálfleikurinn markalaus. Norðmenn komust yfir á 60. mínútu en Guðmundur Axel jafnaði fyrir Ísland sjö mínútum síðar.

Lokatölur urðu 1-1 en Ísland sigraði svo 6-5 í vítaspyrnukeppni. Ef liðin ljúka riðlakeppninni með jafnmörg stig þá munu úrslitin í vítaspyrnukeppninni ráða. Ísland mætir Póllandi í síðustu umferð riðilsins á morgun.

Á morgun verða einnig tveir leikir mótsins spilaðir á Jáverk-vellinum á Selfossi. Finnland og Danmörk mætast klukkan 12:00 og Svíþjóð og Færeyjar eigast við klukkan 16:00.

Fyrri greinSelfyssingar fá McIntosh
Næsta greinHamar skoraði níu