Guðmundur getur orðið danskur meistari

Selfyssingurinn Guðmundur Árni Ólafsson getur í kvöld orðið danskur meistari í handbolta með liði sínu Bjerringbro-Silkeborg.

Liðið mætir AG Kaupmannahöfn í Boxen-höllinni í Kaupmannahöfn í seinni leik einvígisins í dag.

Guðmundur og félagar eiga ærið verk fyrir höndum því AGK vann fyrri leikinn 30-19. Mikill áhugi er fyrir leiknum í kvöld en 11 þúsund miðar eru seldir og fyrir löngu orðið uppselt.

Óhætt er að tala um Íslendingaslag í þessum leik því með AGK leika þeir Snorri Steinn Guðjónsson, Arnór Atlason, Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson.

Fyrri greinOpnun Menningarveislu Sólheima
Næsta greinFjóla keppti í Noregi