Einn Sunnlendingur er í íslenska landsliðinu í futsal sem hefur leik í forkeppni Evrópumeistaramótsins á morgun.
Þorlákshafnarbúinn Guðmundur Karl Guðmundsson er í hópnum en hann telur fimmtán leikmenn frá fjórum félögum. Guðmundur er uppalinn í Þorlákshöfn en hefur leikið með Fjölni í Grafarvogi síðan árið 2006.
Futsal er innanhússknattspyrna og er þetta í fyrsta sinn sem íslenskt landslið er valið í greininni. Riðill Íslands í undankeppni Evrópumótsins verður leikinn hér á landi um helgina og er fyrsti leikurinn á Ásvöllum í Hafnarfirði gegn Lettum kl. 19 á morgun, fötsudag.