Guðmundur og Aðalsteinn sigruðu

Fyrsta mót Golfklúbbs Selfoss á breyttum Svarfhólsvelli fór fram í gær.

Guðmundur Bergsson, GOS, sigraði höggleikinn, að sjálfsögðu á nýju vallarmeti, 78 höggum. Á eftir honum komu, allir á 80 höggum; Sigurður Fannar Guðmundsson, GKG, Aðalsteinn Aðalsteinsson, GKG og Þorsteinn Ingi Ómarsson, GOS.

Í punktakeppni sigraði Aðalsteinn með 33 punkta. Í öðru sæti var Jón Lúðvíks, GOS, einnig á 33 punktum en var með færri punkta á seinni 9 holunum og Þorsteinn Ingi varð í þriðja sæti með 31 punkt.

Það blés nokkuð hressilega á keppendur í mótinu en menn létu það ekki á sig fá og léku ágætis golf.

Fyrri greinStærsti leikur KFR frá upphafi
Næsta greinFundarröð Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi