Guðmundur skoraði aftur

U19 ára landslið karla í knattspyrnu tapaði 1-2 gegn Wales í öðrum leik sínum í undankeppni EM í gærkvöldi.

Riðillinn fer fram í Wales en íslenska liðið komst yfir í fyrri hálfleik þegar Selfyssingurinn Guðmundur Þórarinsson skoraði úr vítaspyrnu.

Wales náði hins vegar að jafna úr vítaspyrnu í síðari hálfleiknum og skora sigurmark þegar tíu mínútur voru eftir.

Guðmundur og Jón Daði Böðvarsson voru í byrjunarliði Íslands, hvor á sínum kantinum en var báðum skipt af velli á 83. mínútu.

Tyrkland sigraði Kasakstan 5-1 í hinum leik riðilsins í dag. Tyrkland hefur fjögur stig fyrir lokaumferðina og, Ísland þrjú, Wales tvö en Kazakhstan er án stiga.

Í lokaumferðinni á mánudaginn mætir íslenska liðið Tyrkjum og Wales mætir Kasakstan.

Fyrri greinSelfoss náði markmiðinu
Næsta greinHamarskonur ósigraðar