Selfyssingurinn Guðmundur Axel Hilmarsson skoraði eina mark leiksins þegar Ísland sigraði Rússland 1-0 í síðasta leik sínum á æfingamóti í Hvíta-Rússlandi í dag.
Mótið er liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðla í undankeppni EM 2018.
Ísland brenndi af vítaspyrnu á 74. mínútu en það kom ekki að sök því Guðmundur Axel skoraði sigurmarkið fjórum mínútum síðar eftir hornspyrnu.
Þetta var þriðji leikur Íslands á æfingamótinu en liðið hafði áður lagt Slóvakíu að velli, 1-0 og tapað 3-0 gegn Ísrael.