Guðrún Inga og Árni Steinn kjörin íþróttamenn Flóahrepps

Árni Steinn Steinþórsson, handboltamaður, var kjörinn íþróttamaður ársins 2013 í Flóahreppi og Guðrún Inga Helgadóttir, glímukona, var kjörin íþróttakona ársins.

Íþróttamaður og íþróttakona Flóahrepps 2013 voru kjörin af æskulýðs- og tómstundanefnd Flóahrepps ásamt formönnum ungmennafélaga sveitarfélagsins. Valið var kynnt í Þjórsárveri um síðustu helgi.

Þuríður Einarsdóttir, móðir Árna Steins tók við viðurkenningum fyrir hans hönd. Anný Ingimarsdóttir, formaður æskulýðs- og tómstundanefndar annaðist verðlaunaafhendingu.

Fyrri greinTveir menningarstyrkir í Flóahreppi
Næsta greinAri Gunn ráðinn þjálfari Hamars