Guðrún Arnardóttir og Eva Lind Elíasdóttir, Umf. Selfoss, hafa verið valdar í 22 manna hóp U17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu.
Stelpurnar æfa nú fyrir undankeppni EM sem fram fer í Austurríki í byrjun október. Guðrún er miðvörður og var lykilleikmaður í meistaraflokksliði Selfoss sem vann sér sæti í efstu deild í haust. Hún var svo valin efnilegust á lokahófi félagsins á dögunum.
Eva Lind vann sér sæti í byrjunarliði Selfoss eftir mjög góða frammistöðu með 2. og 3. flokki í sumar.