Að loknu Selfoss Classic – 75 ára afmælismóti Frjálsíþróttasambands Íslands var tilkynnt um kjör Guðmundar Kr. Jónssonar sem nýs heiðursfélaga sambandsins.
Guðmundur er einstaklega öflugur félagsmálamaður. Hann gegndi formennsku í frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss árin 1968-1979 og var formaður Umf. Selfoss 2014-2018 en þess á milli starfaði Guðmundur m.a. sem vallarstjóri og framkvæmdastjóri Umf. Selfoss. Ekki aðeins sinnti Guðmundur þessum föstu ábyrgðarstörfum, heldur hefur hann verið óþreytandi sem sjálfboðaliði í margvíslegum frjálsíþróttaverkefnum allt tíð.
Félagsstörf Guðmundar Kr. ná út fyrir ungmennafélagið. Hann var kosinn formaður HSK árið 1981, stóð í stafni í átta ár og átti á þeim tíma mikinn þátt í miklum uppgangi HSK á frjálsíþróttasviðinu.