Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Tyrfingsson frá Selfossi eyddi síðustu viku hjá enska úrvlasdeildarfélaginu Brighton & Hove Albion þar sem hann æfði og spilaði með unglingaliðum félagsins.
Heimsóknin gekk mjög vel, Guðmundur æfði af krafti, fór í læknisskoðun og átti einnig viðtöl við forsvarsmenn félagsins og lauk heimsókninni á að spila einn leik með unglingaliði Brighton.
Guðmundur, sem er framherji, spilaði allan leikinn og stóð sig virkilega vel. Eftir rólegan fyrri hálfleik skoraði hann tvö mörk og fiskaði tvær vítaspyrnur. Leiknum lauk með 4-4 jafntefli.
Guðmundur heimsótti Norwich í fyrra en í lok október mun hann halda til Hollands þar sem honum hefur verið boðið að æfa með hollenska úrvalsdeildarliðinu Heerenveen í eina viku.