Guðni forseti sendir Selfyssingum heillaóskir

Bræðurnir Patrekur og Guðni eftir einn af Evrópuleikjum Selfoss í vetur. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

„Ég óska karlaliði Selfoss í handbolta hjartanlega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn. Er ekki vanur að senda liðum slíkar kveðjur en veðja á að mér fyrirgefist undantekningin í þetta sinn,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í færslu á Facebook í kvöld.

Guðni sendir þar Selfyssingum og Patreki bróður sínum heillaóskir í tilefni af fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í boltaíþrótt í meistaraflokki.

„Fyr­ir nær 40 árum stóð pabbi að hand­boltanám­skeiði á Sel­fossi með fleir­um og segj­um bara að nú reki Patti smiðshöggið á upp­bygg­ing­una sem þá hófst! Aft­ur til ham­ingju, kæru Sel­fyss­ing­ar,“ segir Guðni, en færslu hans má sjá hér að neðan.

Fyrri greinDraumurinn rættist hjá Hergeiri
Næsta grein„Við eigum þetta svo sannarlega skilið“