Gullþjálfarar hittast

Tveir íþróttaþjálfarar frá Selfossi hafa náð þeim merkilega árangri að hafa leitt lærisveina sína og -meyjar til gullverðlauna á Ólympíuleikunum.

Þetta eru að sjálfsögðu þeir Þórir Hergeirsson og Vésteinn Hafsteinsson.

Það urðu fagnaðarfundir þegar þeir hittust í Ólympíuþorpinu í London á meðan Ólympíuleikarnir fóru fram á dögunum.

Þórir er þjálfari Ólympíumeistara Noregs í kvennahandboltanum og Vésteinn er þjálfari eistneska kringukastarans Gerd Känter sem vann brons í London en gull í Peking fyrir fjórum árum.

Fyrri greinSkyldusigur á síðustu stundu
Næsta greinÍsdagurinn í dag