Víðavangshlaupið Gullspretturinn verður haldið á þjóðhátíðardaginn en um er að ræða hlaup í kringum Laugarvatn sem hefst kl. 11.
Hlaupið hefst við gróðurhúsið niðri við vatn og síðan er hlaupinn ca. 8,5 km hringur í kringum Laugarvatn yfir ár, mýrar, móa með frjálsri aðferð. Drykkjarstöð verður við Útey eftir að Hólárós hefur verið vaðinn. Tímataka fer fram með flögum.
Skráning fer fram á netskráning.is og er opin til kl. 20 fimmtudaginn 15. júní og er hámarksfjöldi þátttakenda takmarkaður við 350 manns. Börn 14 ára og yngri verða að hlaupa í fylgd með fullorðnum.
Verðlaun eru fyrir fyrstu sætin í karla- og kvennaflokki og vegleg útdráttarverðlaun. Auk þess verður þátttakendum boðið upp á hverabrauð, Egils gull, Kókómjólk, Hleðslu og reyktan silung að loknu hlaupi.