Knattspyrnukonan Guðmunda Brynja Óladóttir er mætt í vínrautt á ný eftir átta ára fjarveru en hún hefur gert eins árs samning við knattspyrnudeild Selfoss.
Gumma hóf sinn meistaraflokksferil með Selfyssingum árið 2009. Hún á að baki rúmlega 130 leiki fyrir félagið í deild og bikar og skoraði í þeim 82 mörk.
Hún á að baki 15 A-landsliðsleiki, skoraði eitt mark í þeim auk fjölda leikja og marka fyrir yngri landslið.
Gumma gekk í raðir Stjörnunnar frá Selfossi árið 2016 og síðan þá hefur hún spilað með Garðabæjarliðinu, KR og nú síðast HK.