Guðmundur Þórarinsson skoraði stórglæsilegt mark þegar Norrköping gerði 3-3 jafntefli við Djurgarden í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.
Þetta var fyrsta mark Guðmundar í deildinni en hann kom Norrköping í 2-3 á 89. mínútu leiksins. Markið dugði þó ekki til sigurs.
„Það er sorglegt að markið hafi ekki dugað til sigurs, vegna þess að mér leið eins og þetta væri sigurmark þegar ég skoraði. Þetta var gott mark. Ég er búinn að fá mörg skilaboð frá vinum sem eru mjög ánægðir með markið,“ sagði Guðmundur við Fotbollskanalen í Svíþjóð. Fotbolti.net greinir frá þessu.
Guðmundur ræddi einnig við Aftonbladet og þar sagði hann að markið væri hans besta á ferlinum.
„Þetta er besta mark sem ég hef skorað,“ sagði hann, en markið má eins og áður segir sjá hér að neðan.