Mílan heldur áfram að gera samninga við leikmenn fyrir komandi tímabil í handboltanum en Gunnar Páll Júlíusson og Jóhannes Snær Eiríksson skrifuðu undir samninga við félagið í vikunni.
Gunnar Páll skrifaði í gær undir samning til ársins 2018. Gunnar hefur verið burðarstólpi í liðinu síðustu tvö tímabil og er öflugur á línunni bæði í sókn og í vörn.
Jóhannes Snær snýr nú aftur í græna búninginn eftir árs hlé frá handbolta. Hann getur bæði spilað í vinstra horninu og á miðjunni. Jóhannes samdi við Míluna til ársins 2019.
Í tilkynningu frá félaginu segir að það gleðji stjórn Mílunnar gríðarlega mikið að hafa náð samningum við þessa gæðapilta um að taka slaginn með Mílunni í Grill66 deildinni í vetur.