Gunnar Rafn Borgþórsson var í hádeginu kynntur sem nýr þjálfari kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu, en hann hætti í gær sem þjálfari kvennalið Vals.
Fyrr í vikunni var ákveðið að framlengja ekki samninginn við Björn Kristinn Björnsson sem þjálfað hefur liðið undanfarin ár og þótti Gunnar líklegur að taka við starfinu.
Á blaðamannafundi sem haldinn var við Krónuna í hádeginu í dag kynnti Óskar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Umf. Selfoss, Gunnar sem nýjan þjálfara liðsins sem mun leika í Pepsi-deildinni næsta sumar.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gunnar kemur nálægt þjálfun á Selfossi, en hann var í þjálfarteymi meistaraflokks karla árið 2010 og hafði yfirumsjón með Knattspyrnuakademíu Íslands á Selfossi á sama tíma.
Viðtal við Gunnar mun birtast á síðunni síðar í dag.