Gylfi Már Ágústsson er fjórði Selfyssingurinn sem tekinn er inn í heiðurshöll handboltans á Selfossi, en þar komast aðeins þeir sem hafa spilað með félaginu í 10 ár eða fleiri.
Gylfi var heiðraður í leikhléi á leik Selfoss og Aftureldingar í Iðu síðastliðinn mánudag en Gylfi hefur verið virkur í starfi Aftureldingar frá því að hann flutti frá Selfossi.
Gylfi spilaði með félaginu frá 1994 til ársins 2006, alls 112 leiki og skoraði í þeim 128 mörk.
Ásamt Gylfa eru í heiðurshöllinni þeir Ramunas Mikalonis, Hörður Bjarnarson og Sebastian Alexandersson.