Aðalfundur Körfuknattleiksfélags FSu var haldinn í síðustu viku og ásamt með venjulegum aðalfundarstörfum var kosin ný stjórn. Gylfi Þorkelsson er nýr formaður félagsins.
Úr stjórn gengu Óskar Atli Rúnarsson, Daníel Kolbeinsson, Arnþór Tryggvason, Björn Kristinn Pálmarsson og Víðir Óskarsson, formaður.
Í nýrri stjórn sitja, auk Gylfa, þau Gísli Jósep Hreggviðsson, Blaka Hreggviðsdóttir, Auður Rafnsdóttir, Greta Sverrisdóttir, Ragnar Gylfason og Anna Björg Þorláksdóttir.
Nýja stjórnin er spennt fyrir komandi ári og störfunum framundan er sem eru krefjandi þar sem félagið spilar nú í efstu deild og ljóst er að nú þurfa sem flestir að leggja hendur á plóg og standa saman.
Leikmannahópur meistaraflokks er að taka á sig mynd og er nú verið að skoða erlendan leikmann og vonandi verða frekari fréttir af þeim málum von bráðar.