Naflahlaupið verður haldið næstkomandi laugardag, þann 22. júní en hlaupið er um nafla alheimsins frá Hvolsvelli inn í Fljótshlíð.
Naflahlaupið var fyrst haldið sumarið 2010. Nafnið er vísun til þess að um nafla alheimsins sé að ræða en það ár beindust allra augu að þessu svæði vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Naflahlaupið var viðleitni einstaklinga til að sýna fram á að þrátt fyrir allt væri öllu óhætt á þessu svæði, í Naflanum væri hreint og tært loft og góðar aðstæður til útivistar.
Vegalengdir eru 21 km, 13 km og 5,3 km. Öllum er þó velkomið að slást í hópinn hvar sem er og velja þannig þá vegalengd sem hentar hverjum og einum.
Hlaupaleiðir
Naflahringurinn 21 km – Lagt er af stað frá Leikskólanum Örk á Hvolsvelli. Hlaupið upp hjá Sólheimum, hjá Lynghaga, Hjarðartúni, Miðtúni og Akri, svo niður hjá Nýbýlavegi og þaðan götur þræddar (sjá kort). Haldið áfram inn Fljótshlíðarveginn alla leið að Hótel Fljótshlíð, Smáratúni. Ræst kl. 10.
Naflastrengurinn 13 km – Hlaupið frá Leikskólanum Örk á Hvolsvelli að Hótel Fljótshlíð, Smáratúni. Ræst kl. 10:30.
Naflakuskið 5,3 km – Hlaupið er frá skógræktarstöðinni á Tumastöðum að Hótel Fljótshlíð, Smáratúni. Ræst kl. 11:00.
Gott að skrá sig á Facebooksíðu Naflahlaupsins með því að skrá sig „attending“. Facebooksíða hlaupsins er Naflahlaupið 2013. Þáttökugjald er 2000 krónur og lagt er inn á reikning Naflahlaupsins 0182 – 05 – 60512. Kt. 260787-2929 Í athugasemdum á að vera nafn, bolastærð keppanda og kílómetrar. Flottir vinningar eru í boði og hressing við endamarkið í Hótel Fljótshlíð.
Eins og síðast er hægt að skora á hlaupara og heita á þá. Í ár mun ágóðinn renna til Grunnskólans á Hvolsvelli. Hver hlaupari ber ábyrgð á að nálgast áheit sín til áskoranda og skila til framkvæmdastjóra hlaupsins sem koma þeim í réttar hendur að hlaupi loknu.