Hafsteinn blakmaður ársins þriðja árið í röð

Hvergerðingurinn Haf­steinn Valdi­mars­son, Wald­viertel Raffais­sen, er blak­maður árs­ins 2016 að mati Blak­sam­bands Íslands. Þetta er þriðja árið í röð sem Hafsteinn fær þessa viðurkenningu.

Haf­steinn gekk í sum­ar til liðs við Wald­viertel Raffais­sen í Aust­ur­ríki sem er á meðal fremstu blakliða lands­ins. Haf­steinn varð dansk­ur bikar­meist­ari á síðustu leiktíð með Marien­lyst auk þess sem liðið hafnaði í öðru sæti í dönsku úr­vals­deild­inni. Einnig varð Marien­lyst í öðru sæti á NEVZA-móti fé­lagsliða. Haf­steinn átti flest­ar há­varn­irn­ar í dönsku úr­vals­deild­inni í blaki á síðasta keppn­is­tíma­bili og var val­inn í lið árs­ins í Dan­mörku.

Haf­steinn var einn af burðarás­um ís­lenska landsliðsins í blaki en liðið tryggði sér þátt­töku í ann­arri um­ferð undan­keppni heims­meist­ara­móts­ins í fyrsta sinn. Hann lék sinn 50. lands­leik á ár­inu og varð Íslands­meist­ari í strand­blaki ásamt bróður sín­um Kristjáni Valdi­mars­syni.

Blakkona ársins er Jóna Guðlaug Vig­fús­dótt­ir, sem leikur með Öre­bro í Svíþjóð.

Fyrri greinGuðmundur Karl kylfingur ársins
Næsta greinCarberry með ótrúlegar tölur í öruggum sigri