Hafsteinn Valdimarsson, landsliðsmaður í blaki, var kjörinn íþróttamaður Hveragerðis 2022. Hann er fyrirliði blakliðs Hamars sem leikur í efstu deild. Hann fór fyrir liði sínu þegar liðið vann deildar-, bikar- og Íslandsmeistaratitil.
Alls voru sjö íþróttamenn tilnefndir í kjöri til íþróttamanns Hveragerðis 2022 og fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur á árinu. Allir íþróttamennirnir hafa sýnt mikinn metnað til að ná langt í sinni íþróttagrein og eru svo sannarlega góð fyrirmynd fyrir bæinn og yngri íþróttamenn.
Þá voru 17 íþróttamenn sem fengu viðkenningu fyrir góðan árangur á árinu og hafa orðið Íslandsmeistarar, bikarmeistarar eða verið valin landsliðshóp á árinu.