Blakmennirnir Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir frá Hveragerði hafa gengið til liðs við dönsku meistarana í Marienlyst.
Bræðurnir hafa undanfarin tvö ár leikið með danska liðinu Aalborg en þar áður léku þeir með KA á Íslandi.
Þeir eru miðjuspilarar sem hafa leikið 23 A-landsleiki og eru 203 cm á hæð.
“Við erum mjög ánægðir að fá til liðs við okkur tvo hávaxna, slagfasta, miðjumenn,“ segir Jens Gantriis, framkvæmdastjóri Marienlyst.
„Við höfum fylgst með þeim í þau ár sem þeir hafa verið í Danmörku og hafa þeir greinilega vilja og getu til að vera góð viðbót við lið okkar á næstu leiktíð.“
Vísir greindi frá þessu