Hafsteinn útnefndur blakkarl ársins

Hafsteinn Valdimarsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hafsteinn Valdimarsson, Hamri, hefur verið valinn blakkarl ársins hjá Blaksambandi Íslands.

Hafsteinn var fyrirliði Íslands í Evrópukeppni smáþjóða þar sem Ísland lenti í 3. sæti og var hann valinn í lið mótsins sem besta miðjan á mótinu.

Þá varð hann varð deildar- og bikarmeistari með Hamri á árinu, og var valinn í lið ársins eftir síðustu leiktíð. Á þessari leiktíð er Hafsteinn með bestu blokkurum í úrvalsdeild karla og með bestu sóknarnýtinguna á Íslandsmótinu. Hafsteinn hefur mikinn metnað fyrir blakinu og er til fyrirmyndar fyrir aðra iðkendur.

Þess má geta að annar í valinu varð Kristján, tvíburabróðir Hafsteins.

Blakkona ársins er Thelma Dögg Grétarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, en hún leikur með Hylte Hamstad í sænsku úrvalsdeildinni.

Að valinu komu landsliðsþjálfarar, nefndir, starfsmenn og stjórn BLÍ.

Fyrri greinÁframhaldandi samstarf um vefsíðuna Safe Travel
Næsta grein„Ljósið sem fæðist í heiminn getur líka fæðst innra með okkur“