Hákon keppir á Evrópuleikunum

Hákon Þór Svavarsson. Ljósmynd/Aðsend

Hákon Þór Svavarsson, Skotíþróttafélagi Suðurlands, er meðal þátttakenda á Evrópuleikunum 2019 sem fram fara í Minsk í Hvíta-Rússlandi og hefjast í dag.

Keppt verður í fimmtán íþróttagreinum og mun Ísland eiga keppendur í badminton, júdó, fimleikum, bogfimi og skotíþróttum. 

Hákon Þór keppir í haglabyssuskotfimi, skeet, og fer keppnin fram miðvikudaginn 26. júní og hefst kl. 6:00 að íslenskum tíma. Keppni heldur áfram á fimmtudag og úrslitin fara fram síðar þann dag.

Þetta er í annað skiptið sem Evrópuleikarnir eru haldnir en Hákon var einnig meðal keppenda á fyrstu Evrópuleikunum í Baku í Aserbaídsjan árið 2015.

Fyrri greinVanda mig við allt sem ég geri
Næsta greinLjósleiðaravæðing í dreifbýli Árborgar að hefjast