Hákon Þór jafnaði eigið Íslandsmet

Hákon Þór Svavarsson með sigurlaunin á Akureyri. Ljósmynd/Skotíþróttafélag Íslands

Ólympíufarinn Hákon Þór Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands jafnaði í dag eigið Íslandsmet í haglabyssuskotfimi á Íslandsmeistaramótinu sem haldið var á Akureyri.

Skotserían var glæsileg hjá Hákoni, 25-24-24-24-25 og lauk hann keppni með 122 stig af 125 mögulegum. Í úrslitunum í karlaflokki varð Hákon svo Íslandsmeistari með 50/122 stig

Í öðru sæti varð Arnór Logi Uzureau úr SÍH með 49/115 stig og í þriðja sæti Jakob Þór Leifsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 40/112 stig.

Fyrri greinHópslysaáætlun virkjuð vegna hruns í íshelli
Næsta greinEngin markvarðarkrísa á Stokkseyri