Á aðalfundi Íþróttafélagsins Garps í síðustu viku var meðal annars rætt um hvernig haldið yrði upp á afmæli félagsins, sem verður 20 ára þann 30. september nk.
Stofnfundur félagsins var haldinn að Laugalandi í Holtum 30. september árið 1992.
Á aðalfundinum í ár bar afmælið að sjálfsögðu á góma og er fyrirhugað að halda veislu Garpi og Görpum til heiðurs með haustinu.
Formaður Garps er Harpa Rún Kristjánsdóttir, gjaldkeri var kjörin Friðgerður Guðnadóttir í stað Guðrúnar Arnbjargar Óttarsdóttur og ritari er Herdís Styrkársdóttir. Meðstjórnendur eru Guðrún Arnbjörg Óttarsdóttir, Jóhanna Hlöðversdóttir og Kristinn Guðnason. Fulltrúi nemenda Laugalandsskóla er Sigþór Helgason.