Halldór Björnsson knattspyrnuþjálfari á Selfossi hefur verið ráðin markmannsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu.
Frá þessu var greint á stuðningsmannavef Selfoss í kvöld.
Halldór vakti athygli sl. sumar er hann var markmannsþjálfari hjá úrvalsdeildarliði Selfoss og þóttu framfarir Jóhann Ólafs Sigurðssonar í marki Selfoss miklar.
Halldór mun sinna landsliðsþjálfarastöðunni samhliða þjálfun hjá 2. flokk Selfoss. Næstu verkefni kvennalandsliðs Íslands eru 11 daga ferð til Algarve þar sem Ísland leikur fjóra landsleiki. Í mars verður svo dregið í riðla fyrir Heimsmeistaramótið.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson er aðalþjálfari kvennalandsliðsins og hefur náð frábærum árangri, en eins og alþjóð man tryggðu stelpurnar sér sæti á lokakeppni Evrópumótsins sl. sumar.