Hallgrímur þjálfar Hamarskonur

Körfuknattleiksdeild Hamars hefur skrifað undir tveggja ára samning við Hallgrím Bynjólfsson sem þjálfara kvennaliðs félagsins.

Gengið var frá samningnum í íþróttahúsi Hveragerðis í gær. Hallgrímur, sem er frá Þorlákshöfn, þekkir vel til félagsins enda lék hann með Hamarsmönnum um árabil. Mikil ánægja er með að fá hann til starfa hjá félaginu.

Að sögn Antons Tómassonar, stjórnarmanns, er mikill hugur í stjórn, leikmönnum og þjálfara að endurheimta úrvalsdeildarsæti og ljóst að flestallar íslensku stelpurnar verða áfram í Hveragerði. Æfingar undir stjórn nýs þjálfara hefjast á allra næstu dögum.

Af karlaliðinu er það að frétta að Lárus Jónsson mun áfram þjálfa það og gera má ráð fyrir nánast sama hóp á næsta tímabili en Svavar Páll er hættur og Kirkman er snúinn heim til Englands. Hjá strákunum verður æft hressilega í sumar eins og hjá stelpunum og eitthvað rifið í lóðin til að liðin mæti sterk til leiks næsta vetur.

Nýtt parketgólf verður lagt á íþróttahúsið í sumar og ljóst að udirlagið verður gott undir leikmönnum Hamars komandi vetur.

Fyrri greinGrýlupottahlaup 3 – Úrslit
Næsta greinMæling undir viðmiðunargildum