Hamar á toppinn í úrvalsdeildinni

Úr leik Hamars og Þróttar í dag. Ljósmynd/Aðsend

Hamarsmenn fengu Þrótt Neskaupstað í heimsókn um helgina og spiluðu liðin tvo leiki í úrvalsdeild karla í blaki.

Ungt lið Þróttar spilaði á köflum flott blak en Hamarsmenn unnu þó báða leikina nokkuð örugglega, 3-1 og 3-0.

Fyrir leiki helgarinnar voru KA menn og Hamar með jafn mörg stig á toppi deildarinnar. KA menn voru þó ofar þar sem Hamarsmenn höfðu farið í fleiri oddahrinur í sínum leikjum.

KA tapaði 3-1 gegn Þrótti um helgina þannig að eftir leiki helgarinnar sitja Hamarsmenn nú einir á toppi deildarinnar með 21 stig eftir 8 leiki en KA og Þróttur Reykjavík eru í 2. og 3. sæti, með 15 stig eftir 7 leiki.

Fyrri greinFátæki drengurinn sem varð alþingismaður
Næsta greinMikill viðbúnaður vegna slyss við Tungufljót