Hamar afgreiddi Fenri í seinni hálfleik

Ingþór Björgvinsson skoraði fyrir Hamar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar byrjar vel í 4. deild karla í knattspyrnu en liðið vann Fenri á útivelli í kvöld, 0-2.

Liðin mættust í hörkuleik á Hertz-vellinum í Breiðholtinu í Reykjavík en Fenrir er nýliði í 4. deildinni.

Fyrri hálfleikur var markalaus en Ingþór Björgvinsson kom Hvergerðingum yfir strax á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Það var svo í uppbótartíma að Brynjólfur Þór Eyþórsson innsiglaði 0-2 sigur Hamars.

Hamar er með 6 stig að loknum tveimur umferðum í deildinni og situr í toppsætinu en Léttir og GG eiga leik til góða og geta jafnað Hamar að stigum.

Fyrri greinUmferð veitt um hjáleið í Ölfusinu
Næsta greinSigurmarkið beint af æfingasvæðinu