Hamar áfram – Selfoss í oddaleik

Steinar Snær Guðmundsson skoraði 16 stig fyrir Hamar. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Hamarsmenn eru komnir í 4-liða úrslit í 1. deild karla í körfubolta eftir sigur á Hrunamönnum en Selfoss er á leið í oddaleik gegn Sindra.

Seinni leikur Hrunamanna og Hamars í 8-liða úrslitunum var á Flúðum í kvöld og eins og fyrri leiknum voru Hrunamenn lítil fyrirstaða fyrir Hamar. Staðan var orðin 32-53 í hálfleik og Hamar sló ekkert af í seinni hálfleik. Lokatölur urðu 58-99. Þórmundur Smári Hilmarsson var stigahæstur Hrunamanna með 16 stig en hjá Hamri skoraði Jose Aldana 26 stig. 

Eftir tap á Hornafirði í fyrsta leik mættu Selfyssingar mjög ákveðnir til leiks gegn Sindra á Selfossi í kvöld. Selfoss leiddi 41-29 í hálfleik og þeir voru áfram sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum og sigruðu örugglega, 86-65. Liðin mætast í oddaleik á Hornafirði á föstudaginn. Kristijan Vladovic átti frábæran leik fyrir Selfoss í kvöld og skoraði 26 stig, auk þess að taka 12 fráköst. Sveinn Búi Birgisson kom næstur honum með 24 stig.

Tölfræði Hrunamanna: Þórmundur Smári Hilmarsson 16, Hringur Karlsson 10, Eyþór Orri Árnason 8/4 fráköst, Yngvi Freyr Óskarsson 6/7 fráköst, Óðinn Freyr Árnason 5, Halldór F. Helgason 4/5 fráköst, Sigurður Sigurjónsson 3, Kristófer Tjörvi Einarsson 2, Aron Ernir Ragnarsson 2, Dagur Úlfarsson 2/4 fráköst.

Tölfræði Hamars: Jose Aldana 26/5 fráköst/7 stoðsendingar, Steinar Snær Guðmundsson 16/4 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 13/5 fráköst, Ragnar Magni Sigurjónsson 11, Ruud Lutterman 9, Maciek Klimaszewski 8/6 fráköst, Arnar Dagur Daðason 5, Óli Gunnar Gestsson 5/19 fráköst, Sigurður Dagur Hjaltason 4, Haukur Davíðsson 2.

Tölfræði Selfoss: Kristijan Vladovic 26/12 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Sveinn Búi Birgisson 24/5 fráköst, Owen Young 9, Kennedy Aigbogun 8/7 fráköst, Sigmar Jóhann Bjarnason 6, Svavar Ingi Stefánsson 4/5 fráköst, Terrence Motley 4/6 fráköst/6 stoðsendingar, Gunnar Steinþórsson 3, Gregory Tchernev-Rowland 2.

Fyrri greinSlasaðist í Skeggjadal
Næsta greinLið Byko sigrar Suðurlandsdeildina 2021