Hamar byrjar vel í Lengjunni

Logi Geir Þorláksson skoraði mark Hamars. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar vann góðan sigur á Knattspyrnufélaginu Bessastaðir þegar þau mættust í C-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu á Selfossvelli í kvöld.

Hamar komst yfir á 27. mínútu þegar leikmaður KFB setti boltann í eigið net. KFB jafnaði á 32. mínútu en Sam Malson kom Hamri svo í 2-1 á 43. mínútu og þannig stóðu leikar í hléinu.

Hvergerðingar mættu vel stemmdir í seinni hálfleikinn og Bjarki Rúnar Jónínuson skoraði strax á upphafsmínútunum. Logi Geir Þorláksson skoraði fjórða mark Hamars á 68. mínútu en KFB klóraði í bakkann með marki á 88. mínútu og lokatölur urðu 4-2.

Þetta var fyrsti leikurinn í riðlinum þannig að Hamar situr í toppsætinu með 3 stig en önnur lið eru án stiga.

Fyrri greinÞyrla kölluð út vegna slasaðrar konu í Bjarnarfelli
Næsta greinSvakalegur sigur í tvíframlengdum leik