Karlalið Hamars í blaki náði betri árangri en flest íþróttafélög í sóttvarnarhléinu en ákvarðanir Blaksambands Íslands um framhald deildakeppninnar tryggja Hamri deildameistaratitilinn fyrir keppnistímabilið 2021.
Ákveðið var að ekki verði reynt að koma leikjum sem frestað var í sóttvarnarpásu fyrir á þeim leikdögum sem eftir eru tímabilsins. Forysta Hamars er slík að ekkert lið getur náð þeim að stigum miðað við þá leiki sem eru á tímabilinu og Hamarsmenn eru því handhafar bæði deildarmeistara og bikarmeistaratitils á þessu keppnistímabili.
Síðustu leikir Mizunodeildarinnar munu fara fram með eðlilegum hætti en keppni í Mizunodeild karla hefst aftur þann 21. apríl.