Sunnlensku 4. deildarliðin léku flest í Lengjubikar karla í knattspyrnu um helgina. Hamar var eina liðið sem náði í sigur.
Hamar mætti Kríu á útivelli á Seltjarnarnesi á föstudagskvöld. Ingþór Björgvinsson kom Hvergerðingum yfir á 19. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði Pétur Geir Ómarsson annað mark Hamars. Kría jafnaði á lokamínútu fyrri hálfleiks og staðan var 1-2 í leikhléi. Um miðjan seinni hálfleikinn jafnaði Kría metin en þremur mínútum síðar skoraði Ísak Leó Guðmundson fyrir Hamar og tryggði Hvergerðingum sigurinn.
Árborg tók á móti Hvíta riddaranum á Selfossi á föstudagskvöld. Árborgar byrjuðu skelfilega í leiknum og staðan var orðin 0-3 eftir fjórtán mínútur. Þá hresstust heimamenn og Tómas Kjartansson minnkaði muninn á 32. mínútu. Sindri Pálmason skoraði eina mark seinni hálfleiksins og staðan var 2-3 þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum en Árborgurum tókst ekki að jafna metin.
Þriðji leikurinn á föstudagskvöld var leikur KFR og Vatnaliljanna í Fagralundi í Kópavogi. Vatnaliljurnar komust yfir strax á 2. mínútu leiksins en staðan var 2-0 í hálfleik. Heimamenn komust svo í 4-0 áður en Hjörvar Sigurðsson minnkaði muninn á 79. mínútu og lokatölur urðu 4-1.
Ægismenn léku svo í gær gegn Létti á útivelli í Breiðholtinu. Léttir komst yfir á 13. mínútu en Emanuel Nikpalj og Jón Jökull Þráinsson skoruðu með stuttu millibili fyrir hálfleik og staðan var 1-2 í leikhléi. Léttismenn skoruðu tvívegis um miðjan seinni hálfleikinn og tryggðu sér 3-2 sigur.