Kvennalið Hamars sótti Grindavík heim í 1. deildinni í körfubolta í gær. Slæm byrjun varð Hamri að falli í leiknum sem annars var ágætlega spilaður.
Grindvíkingar byrjuðu betur í leiknum og voru komnir með átján stiga forskot í upphafi 2. leikhluta, 28-10, en Hamar náði að minnka muninn í 36-22 fyrir leikhlé.
Hvergerðingar voru sterkari í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn niður í sex stig í 3. leikhluta, 50-44. Grindvíkingar vörðu forskotið hins vegar vel á lokakafla leiksins og sigruðu 64-58.
Margrét Hrund Arnarsdóttir var best í liði Hamars í gær og skoraði 20 stig.
Tölfræði Hamars: Margrét Hrund Arnarsdóttir 20/5 fráköst, Ragnheiður Magnúsdóttir 11/4 fráköst, Helga Sóley Heiðarsdóttir 9/5 fráköst, Fríða Margrét Þorsteinsdóttir 5, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 4/6 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 4/10 fráköst, Katrín Eik Össurardóttir 3/7 fráköst, Sóley Gíslína Guðgeirsdóttir 2/9 fráköst.