Kvennalið Hamars tapaði 66-60 gegn Njarðvík á útivelli í 1. deildinni í körfubolta í dag.
Hamar lenti undir í 1. leikhluta en staðan að honum loknum var 16-6. Hvergerðingar tóku við sér í 2. leikhluta og staðan var 31-24 í hálfleik. Hamar elti áfram allan seinni hálfleikinn en náði aldrei að komast yfir þrátt fyrir fínan leik. Að lokum skildu sex stig liðin að, eftir að Hamar hafði lokað leiknum með 8-1 áhlaupi.
Hamar er í botnsæti deildarinnar með 2 stig en Njarðvík er í 4. sæti með 14 stig.
Tölfræði Hamars: Íris Ásgeirsdóttir 19/5 fráköst, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 13/5 fráköst, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 10/10 fráköst/3 varin skot, Una Bóel Jónsdóttir 9, Perla María Karlsdóttir 6, Birgit Ósk Snorradóttir 3.