Hamar tapaði gegn Völsungi í þriðja leik sínum í C-deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu í vor.
Liðin mættust á Framvellinum í Safamýri og Karen Inga Bergsdóttir kom Hamri yfir um miðjan fyrri hálfleikinn. Staðan var 1-0 í hálfleik en þegar leið á seinni hálfleikinn tók Völsungur leikinn yfir og skoraði þrjú mörk á síðasta hálftímanum. Lokatölur 1-3.
Hamar er í botnsæti riðilsins og á enn eftir að ná í stig. Hamar tapaði 3-0 gegn ÍA í 1. umferð og 6-1 gegn KH í 2. umferð og á eftir að mæta Fram og Einherja.