Hamar fær góðan liðsstyrk

Oddur Ólafsson er kominn heim frá Bandaríkjunum og mun klára tímabliði með Hamri í 1. deild karla í körfubolta.

Oddur sagði í viðtali við Karfan.is að hann hefði ekki verið nægilega sáttur við þá hluti sem voru í gangi hjá Birmingham Southern þar sem hann var í skóla.

„Þetta hentaði mér bara ekki, skólinn var góður námslega séð, reyndar mjög góður en ég var ekki sáttur með körfuboltann,“ sagði Oddur sem hefur þegar sótt um nám í viðskiptafræði hér heima við Háskólann í Reykjavík.

„Ég er ekki búinn að fá svar en ég vonast til að komast í HR núna eftir áramótin. Ég klára svo tímabilið með Hamri og liðið það lítur bara vel út,“ sagði Oddur og ljóst að Hvergerðingar eru hér að fá myndarlegan styrk í toppbaráttuna en Oddur átti gott tímabil með Hamri í úrvalsdeildinni tímabilið 2009-2010.

Fyrri greinAnna Rut dúxaði í FSu
Næsta greinÞjálfari Start spenntur fyrir Babacar